Eiga leikskólar að bjóða upp á grænmetisfæði?

Eiga leikskólar og mötuneyti grunnskóla að bjóða upp á grænmetisfæði? Skiptir máli hversu hátt hlutfall barnanna eru grænmetisætur eða er það réttur allra að fá mat við sitt hæfi?

 

 

One thought on “Eiga leikskólar að bjóða upp á grænmetisfæði?

  1. Kleópatra Mjöll Heiðudóttir on September 29, 2013 at 7:28 pm
    Persónulega finnst mér að ef ekki er um ofnæmi að ræða þá verða foreldrar bara að sætta sig við matseðil leikskólanna eða einfaldlega koma með mat að heiman.
     
    Bergsteinn Sigurðsson on October 1, 2013 at 10:21 am
    Hvað um að snúa spurningunni við og spyrja: Eiga leikskólar að bjóða upp á kjötmeti?
     
    Freyja Gylfadóttir on October 1, 2013 at 10:21 am
    Einfaldasta lausnin er auðvitað að hafa eingöngu grænmetisfæði í boði. Þeir foreldrar sem vilja gefa börnum sínum kjöt eða fisk verða einfaldlega að sætta sig við að gefa börnum sínum það á morgnana eða í kvöldmat.
     
    Lotta Blaze Jóns on October 1, 2013 at 10:50 am
    Mér finnst að grunnskólarnir ættu almennt að hafa að minnsta kosti tvo næringarríka rétti í boði, jafnvel tvo rétti og súpu. Þá ætti ekki að vera erfitt að vera með grænmetisrétt. Maturinn mætti líka vera þannig að grunnskólakennarar fúlsi ekki við honum.
    Ef að grunnskólarnir vilja endilega bara hafa einn rétt hlýtur að vera hægt að vera með súpu líka og hafa þá kannski grænmetisrétt tvisvar í viku, fisk tvisvar og kjöt einu sinni og þá grænmetissúpa.

    Leikskólar gætu gert eitthvað svipað.

     
    Ríkharður Egilsson on October 1, 2013 at 11:14 am
    Er eitthvað sérstakt við græmnetisfæði?
     
    Héðinn Björnsson on October 1, 2013 at 1:35 pm
    Mér finnst eðlilegt at þetta sé ákvörðun foreldraráðs í hverjum leikskóla fyrir sig.Hérna í Dk er leikskólinn sem dóttir mín fer í aðeins með halal-kjöt vegna þess að það var ákveðið af foreldraráðinu. Mér finnst það mjög gott fyrirkomulag. Dóttir mín er mjög mikið fyrir svínakjöt sem ekki er beinlínis hollasti matur í heimi og því er ég voða feginn að geta borðað þeim mun meira bacon með henni þegar hún kemur heim, vegna þess að ég veit hún fékk annað í leikskólanum.
     
    Sigurður Eggertsson on October 1, 2013 at 2:34 pm
    Grænmetisfæði er engan vegin nóg fyrir börn í vexti, grænmetið leiðir til þess að kroppurinn fer að vinna efnin sem skortir við svona einhæft fæði úr fitu líkamans og slíkt er engri manneskju holt.
     
    Sigurður Ingi Kjartansson on October 1, 2013 at 2:49 pm
    Held að það sé erfið krafa að allir geti pantað það sem þeir vilja, ef ég t.d. trúi því að heilsusamlegast sé fyrir mitt barn að borað eingöngu Truffle sveppi þá er ansi hæpið að ætlast til að leikskóli eða skóli útvegi það.
    Aftur á móti ætti að sjálfsögðu að tryggja að sá matur sem börnunum okkar er boðið sé eins hollur og fjölbreittur og mogulegt er hvort sem um er að ræð kjöt fisk eða grænmeti.
    Það ætti líka að vera krafa að ekki sé um að ræða of mikið af því sem kallað er unnin matvara og að sjálfsögðu ætti að forðast öll aukaefni í matvælum.

    Kristinn Andersen on October 1, 2013 at 6:07 pm
    Þarf þetta að vera ein ríkiskássa í hvert mál, sem allir eru skikkaðir til að borða – með eða án kjöts? Hvernig væri að bjóða matinn í afmarkaðri skömmtum, án þess að gera þetta of flókið? T.d. eina sleif af kjöti/fiski, aðra af grænmeti og þá þriðju af ávöxtum? Þeir sem ekki borða kjötið fá þá í staðinn tvær af grænmetinu eða ávöxtunum – þeirra val. Meiri ávexti, léttari mat, einfaldari og fjölbreyttari. Svo gefur fjölskyldan sér tíma til að borða saman í lok dagsins, sem er mikilvægur hluti af uppeldi og félagslegum samskiptum.

Lokað er á athugasemdir.