Ég vil Davíð sem formann Sjálfstæðisflokksins

Þannig gæti hann lagt sitt af mörkum til þess að rústa Sjálfstæðisflokknum og hugsanlega flokkakerfinu öllu. Það væri mjög viðeigandi af Davíð að vinna þjóð sinni þvílíkt gagn.

mbl.is Davíð í framboð á Suðurlandi?

One thought on “Ég vil Davíð sem formann Sjálfstæðisflokksins

  1. ————————————————

    ég er líka til í það!!!!

    Hinrik Þór Svavarsson, 27.2.2009 kl. 14:11

    ————————————————

    Ég líka!

    Arinbjörn Kúld, 27.2.2009 kl. 14:21

    ————————————————

    Ef Davíð fer fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn væri það mikill fengur fyrir aðalandstæðinga þessa fyrrum stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar.

    Mosi

    Guðjón Sigþór Jensson, 27.2.2009 kl. 15:50

    ————————————————

    Sammála þeim sem hafa lagt orð í pung nema hvað að það er með eindæmum hvað þessi maður nýtur mikils persónufylgis. Mér fannst skilja við kastljósið með kúkin í buxunum og varð því furðulostin yfir því hvað margir voru einkar hrifnir af því hvernig hann var í tilsvörum. Fyrir mér var hann lítið annað en hrokinn og samsæriskenningar sem lítill fótur var fyrir. Það er ljóst að ef hann biði sig fram fyrir Íhaldið þá kæmist hann inn á þing.

    Brynjar Jóhannsson, 27.2.2009 kl. 16:26

    ————————————————

    Alveg sammála þér Eva nema að hann mun ekki rústa neinu ef hann býður sig fram til formanns.

    Ég spái að Davíð muni bjóða sig fram á landsfundi Sjálfstæðisflokksins og Bjarni verður varaformaður. Davíð mun „kenna“ Bjarna hvernig halda eigi á spilum þjóðarinnar. Davíð er sterkur kall og hann mun ná okkur uppúr þessum öldudal. Eftir tvö ár hættir hann á toppnum og það ekki í fyrsta skipti og Bjarni tekur við keflinu.

    Rabbi (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 02:39

    ————————————————

    Hvernig ætti Davíð að koma okkur upp úr öldudalnum, þegar það voru hans trúarbrögð sem komu okkur ofan í hann?

    Eva Hauksdóttir, 28.2.2009 kl. 10:24

    ————————————————

    Hann gerði fyrirtækjum kleift að færa út kvíarnar en hann rak ekki fyrirtækin sem misnotuðu það vald sem þeim var veitt.

    Þetta er svipað og foreldri sem veitir ungling leyfi til að fara á skólaballið. Svo misnotar unglingurinn leyfið og fer á fyllerí á skólaballinu.

    Rabbi (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 12:39

    ————————————————

    Segjum frekar svipað og foreldri sem veitir ungling leyfi til að fara á skólaballið.  Svo misnotar unglingurinn leyfið og fer á fyllerí í marga mánuði….. og foreldrið segist hafa sagt „hættu að drekka, hættu að drekka“ en enginn hlustaði.

    Anna Einarsdóttir, 28.2.2009 kl. 14:19

    ————————————————

    Ég held að það sem Rabbi er að lýsa sé svipað því þegar kommúnismi komst á í Rússlandi, að aðeins nokkrir svartir sauðir náðu að misnota sér aðstæður og komu ríkinu í koll. Við hljótum öll að fallast á þau rök, ekki satt? Það er augljóst að það eina sem við þurfum er að smella kerfinu aftur í sama gamla gírinn!

    En svona… er mig að dreyma? Er í alvöru verið að líkja þjóðinni við unglinga og Davíð við pabba? Líta Sjálfstæðismenn í alvöru svo á að hlutverk stjórnmálamanna gagnvart þjóðinni (eða að minnsta kosti Davíðs Oddssonar) sé hliðstætt foreldrahlutverkinu? Er verið að ala mig upp?

    Einar Axel Helgason, 2.3.2009 kl. 14:55

Lokað er á athugasemdir.