Ef skólaskylda yrði afnumin?

Hvað ef skólaskylda yrði afnumin?

Ég á ekki við að krökkum í 8. bekk yrði einn góðan veðurdag tilkynnt að þau réðu því sjálf hvort þau mættu í skólann. Mér þætti meira vit í að afnema skólaskyldu á 10 árum. Hún yrði þá fyrst afnumin í 1. bekk og svo næsta ár héldist skólaskylduleysið hjá þeim börnum (sem þá væru í 2. bekk) og yngsti hópurinn bættist við. Hinu opinbera bæri eftir sem áður skylda til að tryggja öllum skólavist, munurinn yrði sá að það væri sett í hendur foreldra hvort þeir vildu sinna menntun barna sinna sjálfir eða láta skólakerfið um hana.

Teljið þið að þetta myndi breyta einhverju? Hverjar yrðu þær breytingar? Hver yrðu helstu vandamál og hverjir yrðu kostirnir?

 

One thought on “Ef skólaskylda yrði afnumin?

  1. ———————————-

    Jón Kjartan Ingólfsson on September 8, 2013 at 10:48 pm said:

    Mér finnst óþægilega líklegt að stór hluti þeirra foreldra sem myndu velja að kenna sínum börnum sjálfir heimavið væru mjög illa hæfir til þess.

    ———————————-

    Helgi Jóhann Hauksson on September 8, 2013 at 10:48 pm said:

    Semsagt menntunarskylda í stað skólaskyldu, eða hvað? Skylda til að bjóða og veita menntun en ekki skylda til að fara í skóla.

    ———————————-

    Brynjar Hjartarson on September 8, 2013 at 11:49 pm said:

    Held það væri til hins verra. Minni menntun, meiri stéttaskipting. Nenni samt ekki að skrifa um það nánar.

    ———————————-

    Olafur Sigurðsson on September 9, 2013 at 12:19 am said:

    þetta er svona í sumum löndum.

    ———————————-

    Thorsteinn Thorsteinsson on September 9, 2013 at 6:35 am said:

    Er skola skilda a Islandi,? helt ad tad væri adeins skilda ad taka grunskolanam og tad er hægt utan skola, en kanski er eg bara ad rugla? en veit ad tetta er svona DK tar er namskilda ekki skolaskilda.

    ———————————-

    Thorsteinn Thorsteinsson on September 9, 2013 at 7:01 am said:

    Held ad tad yrdi ekki liklegt til arangurs ad hætta ad hafa skolaskildu(ef hun er til stadar).Børn teirra foreldra sem kanski ekki eru jafn fjarhagslega eda faglega sterk og adrir foreldrar myndu ta liklega hætta nami I mun stærri stil en I dag, med teim afleidingum ad fleiri og fleiri yrdu omentadir stettarskiftingin stærri, mynni landsframleidsla, tar med verri lifskilirdi,.

    ———————————-

    Inga Og Simon on September 11, 2013 at 8:51 pm said:

    Góð spurning, fólk setur sig í hópa þar sem annar hópurinn er að hafa vit fyrir hinum því hann veit sér ekki ráð og svo hinn hópurinn sem getur sætti sig við að ekki eru allir eins t.d. Þú ferð í kirkju hvort sem þér líkar betur eða verr eða trúir eða ekki, allir skulu bara mæta.

    Styð alla í námi en hugmyndin að þú megir ekki neita að senda börnin í skóla sem einhver annar ákveður hvað er í og svo framvegis er í eðlil sínu fasískt. Eins og t.d. kynjafræði er að þróast hérna þá líst mér ekkert á að slíkt trúboð t.d. fái að fara fram óáskorað frekar en önnur trúboð og klárlega ætti að vera eðlilegt að hafa val, heimanám eða einkaskóli sem getur ráðið sínu námsefni.

    Sagan er full af þessum dæmum um hvernig skólakerfið og ríkismiðlar gegna hreinu áróðurshlutverki og það sem ég hef séð á netinu um þessi mál er að sagnfræðingar eru sífellt að gefa út rit um stór málefni byggð á öðrum sagnfræðiritum og ekki frumritum. Þetta kom mér mjög á óvart og minnir mann á að sannleikurinn er bara það sem flestir koma sér saman um að hann sé.

Lokað er á athugasemdir.