Dööö!

Af hverju er það stórfrétt að hlutfallslega færri Pólverjar en Íslendingar hafi fengið á sig kærur en hinsvegar ekki minnst orði á að Litháar og Bretar séu samkvæmt þessari könnun mun meiri glæpahundar en landinn? Hverjir frömdu alvarlegu glæpina og skiptir það í raun einhverju máli? Hvaða kjána dettur í hug að fjöldi ákærðra í svona litlu samfélagi segi eitthvað um glæpahneigð eftir þjóðerni? Halda menn t.d. að Bretar séu líklegri til að fremja morð en Íslendingar eða gæti þetta háa hlutfall glæpabreta kannski staðið í einhverju sambandi við þá staðreynd að langflestir þeirra sem tóku þátt í mótmælaaðgerðum umhverfissinna í sumar (og voru sumir hverjir kærðir fyrir það eitt að dansa á Snorrabrautinni) voru Bretar?

Ég hef enga trú á því að Pólverjar séu löghlýðnari en Bretar en kannski halda þeir sem tóku að sér að setja fram og túlka niðurstöður þessarar einkar óvísindalegu rannsóknar að þeir séu að gera Pólverjum einhvern sérstakan greiða. Sennilega standa líkurnar á því að fólk brjóti af sér bara ekki í neinu sambandi við þjóðerni.

One thought on “Dööö!

  1. ———————

    Auðvitað eru Pólverjar löghlýðnir. Þeir eru kaþólikkar!

    Posted by: Kalli | 5.01.2008 | 18:30:46

    —-   —  —

    Ég er alveg tilbúinn að viðurkenna að Litháar og Bretar geti verið mikið glæpahneigðari en Íslendingar sem séu aftur mikið meiri glæpamenn en Pólverjar. Ég þori líka að veðja að það séu mikið fleiri ofbeldisglæpir framdir að tiltölu meðal Íslendinga í Reykjanesbæ en meðal Íslendinga í Borgarnesi, Seyðisfirði eða Kirkjubæjarklaustri. Hvort ætli glæpir séu algengari meðal Bandaríkjamanna af evrópskum uppruna í Suður-Kaliforníu eða meðal sambærilegs hóps í New York City?

    Posted by: Elías Halldór | 5.01.2008 | 19:40:47

    —-   —  —

    Þessi frétt fer ekkert skár með pólverja en hitt. Áður var það ,,ljótu glæpapólverjarnir“, en núna ,,aaah við grey pólverjana, þeir eru svo hræddir við lögguna“.

    Posted by: Gillimann | 6.01.2008 | 20:56:36

Lokað er á athugasemdir.