Gestapistill – Er nægilegt framboð af miðaldra oflátungum?

Björn Ragnar Björnsson skrifar:

Réttlæti, frelsi, jafnræði og lýðræði. Hátíðlegt! Stór orð, stór hugtök en því miður ekki stór raunveruleiki. Réttlæti hefur lengst af þurft að láta í minni pokann fyrir andhverfu sinni miklu oftar en góðu hófi gegnir. Óskandi væri að fregna af ósigrum réttlætisins þyrfti að leita hjá elstu mönnum. Þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa af því beina reynslu síðustu tíu ár.

Frelsið er í ögn skárra formi, því okkur hefur á margan en ekki allan hátt miðað í frelsisátt. Samt þarf maður auðvitað að spyrja sig: Er maður sem beittur hefur verið óréttlæti eða á það á hættu raunverulega frjáls? Halda áfram að lesa

Gestapistill – Búum okkur undir breytta framtíð

Mynd Hanna/mbl

Mynd: mbl.is/Hanna

Gestapistill eftir Guðmund Karl Karlsson 

Ég heiti Guðmundur Karl Karlsson, ég er fæddur 1982 og ég gef kost á mér í prófkjöri Pírata í Suðvesturkjördæmi. Ég er tveggja barna faðir, Bryndís (9 ára) og Aron Daði (15 ára) og giftur ástinni í lífinu Rögnu Engilbertsdóttir (xx ára) og við eigum labradorinn Atlas (7 mánaða). Við erum mjög hefðbundin samheld millistéttarfjölskylda. Við höfum sterka réttlætiskennd og vinnum saman að góðum málefnum. Halda áfram að lesa

Flóttakona hýdd í Íran – Norðmenn ábyrgir

Myndin er héðan http://women.ncr-iran.org/images/iran_news/September2017/092101.jpgFyrr í þessari viku var flóttakona hýdd í Íran. Hún heitir Leila Bayat og okkur kemur þetta mál við, ekki bara vegna þess að öll mannréttindabrot koma okkur við, heldur vegna þess að það vekur spurningar um stefnu Íslendinga í málefnum hælisleitenda. Halda áfram að lesa

Kosningaspá 2017

Eftir allt sem á undan er gengið er Sjálfstæðisflokkurinn ennþá sá flokkur sem nýtur mests fylgis. Fylgi flokksins jókst í kjölfar Panamahneykslisins og liggur beinast við að túlka það sem stuðning eða a.m.k. samþykki fyrir þeirri spillingu og leynimakki sem þar afhjúpaðist. Ég spái því að Sjálfstæðisflokkurinn bæti nú við sig fylgi frá síðustu kosningum. Halda áfram að lesa

Það sem þurfti til að ofbjóða Bjartri framtíð

Nú vitum við loksins hvað þarf til þess að ofbjóða Bjartri framtíð. Það gleður mig í sjálfu sér að flokkurinn hafi slitið ríkisstjórnarsamstarfinu en forsenda Bjartrar fyrir þeirri ákvörðun er umhugsunarverð. Halda áfram að lesa