Um meint vanhæfi Eiríks Rögnvaldssonar sem meðdómsmanns

Þann 30. maí sl. úrskurðaði Hæstiréttur málvísindamanninn Eirík Rögnvaldsson vanhæfan til þess að taka sæti sem meðdómsmaður í máli sem höfðað var til ógildingar á þeim úrskurði mannanafnanefndar að tiltekið nafn samræmdist ekki íslenskum lögum. Forsenda dómsins er sú að þar sem Eiríkur hafi tjáð sig um atriði sem ágreiningur í málinu lýtur að, megi draga óhlutdrægni hans í efa. Halda áfram að lesa

Verður dómskerfið einkaeign Sjálfstæðisflokksins?

Fyrirhugaðar breytingar á dómskerfinu hafa fengið töluverða athygli undanfarið. Einkum þó vegna þeirrar ákvörðunar dómsmálaráðherra að tilnefna í til setu í Landsrétti önnur dómaraefni en þá umsækjendur sem dómnefnd metur hæfasta.  Það hefur hinsvegar litla athygli vakið að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur nú mánuðum saman haft til skoðunar hvernig eftirliti með stjórnsýslu dómstóla er háttað. Halda áfram að lesa

Af furðulegum forsendum Endurupptökunefndar

Það er vissulega fagnaðarefni að Endurupptökunefnd skuli sjá ástæður til þess að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum verði endurskoðaðir. Sakborningar hafa þó ekki verið hreinsaðir af einu eða neinu ennþá enda hefur Endurupptökunefnd ekki neitt vald til þess, það er dómstóla að úrskurða um sekt eða sýknu. Halda áfram að lesa

Íslenskir dómarar eru ekki ofurmenni

Áslaug Björgvinsdóttir, fyrrverandi héraðsdómari í Reykjavík, gerir alvarlegar athugasemdir við nýtt frumvarp til laga um dómstóla. Í umsögn til Allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis gagnrýnir Áslaug dómstólaskipan landsins og eftirlitsleysi með dómstólum sem og óskýrar reglur um stjórnsýslu dómstólanna, sem samkvæmt nýju frumvarpi til dómstólalaga standi ekki til að breyta. Halda áfram að lesa

Bakkað aftur á bak

"Dóra dauðbrá og bakkaði aftur á bak til að koma í veg fyrir að hann myndi lenda fyrir bílnum, en datt þá aftur fyrir sig og lenti kylliflatur á götunni."#Lögfræðingamálfar

Posted by Eva Hauksdottir on 21. mars 2016

Satanísk súpa

Ég eldaði nýja súpu í kvöld. Gulrótar- og smjörbaunasúpu með fennelfræjum og koníaki. (Hef sennilega tryggt mér enn eitt…

Posted by Eva Hauksdottir on 1. mars 2016

Um fortíð og framtíð

"Honum var kunnugt um að fólk með fortíð og sumt með takmarkaða framtíð vandi komur sínar til leigutaka hans í húsinu og…

Posted by Eva Hauksdottir on 29. febrúar 2016