Fjórða kort mitt til Erdoğans

Viðbjóðurinn Erdoğan hefur ákveðið að flýta kosningum. Ekki svo að skilja að í Tyrklandi fari fram frjálsar kosningar en hann telur sennilega minni líkur á því að hann mæti andstöðu nú en eftir ár. Bæði af því að efnahagur landsins er á niðurleið og vegna þess að hann er að herða ritskoðun og hann veit að fólki mun líka það æ verr. Með því að boða til kosninga strax sviptir hann andstæðinga sína raunhæfu tækifæri til að kynna stefnu sína. Áhrifin verða þau, ef hann nær kosningu, að hann fær í hendur það alræðisvald sem fallist var á að veita forseta í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir ári.

Ég sendi honum þessa kveðju hér að ofan í morgun.

Ljóð til Erdoğans

Mér finnst nú frekar lélegt hjá sendiráði Tyrklands í Osló að staðfesta ekki einu sinni móttöku á póstinum frá mér. Ég ætla rétt að vona að kortin frá mér komist til skila. Þúsundir hafa sætt lögreglurannsókn og margir þeirra verið sakfelldir fyrir að mógða karlhelvítið, og hann hefur iðulega krafist þess að færslur um hann séu fjarlægðar af samfélagsmiðlum, svo það virðist auðvelt – komist boðin á annað borð til skila. Halda áfram að lesa

Kveðja til Erdoğans

Á Íslandi er refsivert að mógða erlenda þjóðhöfðingja. Sú ágæta þingkona Steinunn Þóra (ein af þeim fáu sem hefur tekið raunverulega afstöðu með kúguðum og hrjáðum) hefur beitt sér fyrir því að þessi miðaldastemning verði afnumin úr íslenskum lögum en uppáhaldsráðuneytið mitt leggst gegn því. Það þarf að vernda fínimenn – valdníðinga jafnt sem þá virðingarverðu – frá skoðunum almennra borgara á þeim. Halda áfram að lesa

Rún dagsins er Óðal

Óðal er ættarsetrið og þessi rún táknar varanlegt öryggi, heimilið, föðurlandið og fjölskylduna. Hún hentar vel þeim sem vilja galdra fram hagstæð íbúðarkaup og þeim sem eru að stofna heimili. Sagt er að ættarmót heppnist sérlega vel fyrir tilstilli Óðals.

Í rúnalögn boðar Óðal veraldlegt öryggi. Ef spyrjandinn er húsnæðislaus munu raunir hans brátt á enda og framundan er tímabil farsæls fjölskyldulífs. Sá sem hefur hrakist að heiman mun komast heim. Ef spyrjandinn vill komast til metorða skal hann leita ráða frænda sinna og forfeðra. Mun honum vel þá farnast.

Tengt efni