Böðlar lýðveldisins

Ég mun líta á hvern þann sem ræður sig til starfa hjá þessari glæpastofnun sem landráðamann.

Og ég bíð enn eftir svari frá ríkisstjórninni; hvað gerist ef við getum ekki endurgreitt lánið?

mbl.is IMF vill ráða starfsfólk

One thought on “Böðlar lýðveldisins

  1. ———————————————-

    …og ég spyr hvað ætlar ríkistjórnin að gera til að bjarga heimilunum ?

    Það að skapa atvinnu við grisjum þýðir hvað, ráða menn til að taka þá af lífi sem fóru svona með okkur almenning ?

    Það þarf að rusla þessu ferli af stað strax..

    Ragnar Borgþórs, 9.3.2009 kl. 09:21

    ———————————————-

    Þá tekur IMF landið yfir og biður annað hvort ESB eða USA að taka við landinu í umboði IMF þar til skuldirnar eru greiddar með auðlindum okkar eða á einhvern annan hátt. Alla vega er ljóst að við misstum efnahagslegt sjálfstæði okkar í okt sl.

    Arinbjörn Kúld, 9.3.2009 kl. 10:07

    ———————————————-

    Landráð er einmitt rétta hugtakið í þessu samhengi….IMF er einkafyrirtæki, sem mun helst berjast fyrir status quo í alheimspeningastýringunni, það er síður en svo markmið IMF að berjast gegn græðgisvæðingunni. IMF var stofnað til að tryggja hagsmuni þeirra sem á endanum bera ábyrgðina á alheimsvandanum…..og það er enn þeirra hlutverk.

    Þeir stjórnmálamenn sem stíga í vænginn við IMF eru pólitískar peningahórur og landráðamenn, og það á að skella undan þeim….með valdi ef þarf.

    Við stöndum frammi fyrir því að framtíð barnanna okkar sé eign alþjóðlegrar mafíu, og við það þarf að berjast….og fyrr skal renna blóð en að ég samþykki þennan gjörning…mér ber skylda samkvæmt lögum að verja hagsmuni barnanna minna…ég er að vanrækja það ef ég geri ekkert í þessu.

    Upp að vegg með landráðahyskið…gálgarnir bíða með eftirvæntingu…

    Haraldur Davíðsson, 9.3.2009 kl. 13:11

    ———————————————-

    Bíddu ég var að lesa tilkynningu frá þér í dag þar sem þú tókst þér það leyfi að fara á fundi IMF sem „fulltrúi  almennings“ Og sendi frá þér tilkynningu í kjölfarið sem er í engu samræmi vð þessa yfirlýsingu.

    Tilkynning:
    Markmið fundarins var að gera AGS grein fyrir áhyggjum almennings af því að viðskipti okkar við sjóðinn verði til þess að ríkisfyrirtæki verði seld, heilbrigðis- og menntkerfið einkavætt og jafnvel að við missum ráðstöfunarrétt yfir auðlindum okkar. Jafnframt að fá fram svör um það hve miklar skuldir Íslands eru, hversu raunhæft AGS telur
    að við getum endurgreitt lánið, hvernig ráðgjöf þeirra verður háttað og hvað gerist ef svo fer að við getum ekki borgað. Svör fulltrúa sjóðsins eru eftirfarandi:
    -Við skuldum um 24 milljarða bandaríkjadala. Þessi tala er byggð á gögnum frá Seðlabönkum en ákveðnir þætti eru enn óljósir svo hún er ekki alveg nákvæm. Gjaldþrot bankanna hefur í för með sér að hluti
    skuldanna verður afskrifaður og einhverjar eignir eru til en ekki vitað um verðgildi þeirra.
    -Fulltrúar AGS hafa fulla trú á því að við getum endurgreittt lánið, enda þótt þeir hafii enga tryggingu fyrir því.
    -Þeir munu ekki reyna að hafa áhrif á það hvaða leiðir ríkisstjórnin muni fara til að afla fjár, heldur aðeins ráðleggja henni.
    -Engin veð eru tekin í ríkisfyrirtækjum eða auðlindum en sendinefnd mun koma reglulega til að fylgjast með framgangi mála og ráðleggja okkur ef illa gengur.
    -Þeir eru ekki sérfræðingar í heilbrigðis- og menntamálum og munu því ekki taka neina afstöðu til þess hvort þessi kerfi verða einkavædd. Þeir munu heldur ekki þvinga okkur til að selja ríkisfyrirtæki en þeir munu styðja tillögur um slíkt ef þeim líst vel á þær.
    -Fulltrúar AGS taka undir það sjónarmið að menn sem hafa steypt þjóðinni í skuldir með blekkingum, eigi að sæta ábyrgð. Þeir taka þó fram að þrátt fyrir ósiðlegar aðferðir hafii auðmenn haft lagaheimildir fyrir mörgum afreka sinna og telja að það verði mjögerfitt að endurheimta féð.
     -Við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa ráðstöfunarrétt yfir auðlindum okkar. AGS hefur aldrei farið illa með fátæk ríki eða neytt þau til að gefa frá sér ríkisfyrirtæki, einkavæða velferðarkerfið eða sölsað undir sig auðlindir þeirra. Þar sem þetta hefur gerst hafa það verið ríkisstjórnir viðkomandi landa sem hafa
    ákveðið að fara þá leið, án nokkurra skilyrða frá sjóðnum.=
    Þannig að þú ættir nú að geta slakað á og hætt að búa til sögur upp úr einhverjum vafasömum sögum sem eru á einhverjum vafasömum síðum. Bendi þér á að um 180 þjóðir eiga aðild að IMF og held sögur um græðgi og illan tilgang þeirra væri nú aðeins meiri ef að þetta væri rétt.  Við eigum meira að segja nokkra fulltrúa eða starfsmenn hjá IMF og höfum í gegnum tíðinna. T.d. Ólaf Ísleifs, Þorvald Gylfason og marga fleiri. Og þeir hvöttu okkur allir til að sækja um aðstoð frá þeim.

    Magnús Helgi Björgvinsson, 10.3.2009 kl. 13:22

    ———————————————-

    Ég fór á þennan fund sem fulltrúi Samstöðu eins og ég var sérstaklega beðin um, eftir að fundur hafði verið skipulagður og tímasettur.

    Mér finnst það ekki hljóma trúverðuglega að AGS muni ekki beita okkur neinum þrýstingi til að einkavæða velferðarkerfin okkar og selja ríkisfyrirtæki. Allra síst dettur mér í hug að leggja trúnað á það eftir að hafa setið á fundi þar sem fulltrúar sjóðsins lugu því blákalt upp í opið geðið á mér að engin þriðja heims ríki hefðu verið beitt slíkum þvingunum.

    Vafasömustu sögurnar af afrekum AGS eru á þá leið að markmið sjóðsins sé að aðstoða fátæk ríki. Tilgangur sjóðsins er einn og aðeins einn; að þau ríki sem mest eiga í honum hagnist hvað sem það kostar fátæku ríkin. AGS er ekkert annað en glæpamafía sem rekur nýlendustefnu eins og glöggt má sjá með því að telja þær þjóðir sem hafa misst alla möguleika á að framfleyta sér hjálparlaust eftir að hafa þegið ‘aðstoð og ráðgjöf’ frá AGS.

    Það hlýtur hver hugsandi maður að sjá að það er ekkert vit í því að lána fé sem engar tryggingar eru fyrir að fáist greitt enda hefur sjóðurinn unnið þannig að skilyrðin eru sett eftir á, þegar lánþegarnir eru þegar komnir í þá stöðu að þurfa að sæta afarkostum. Og að sá sem ætlar að ‘fylgjast með og ráðleggja’ ætli samt ekkert að skipta sér af, er þversögn; álíka mikið bull og þegar þeir þræta fyrir að hafa farið illa með t.d. Jamaica, Ekvador, Bólivíu og svo má lengi telja.

    Eva Hauksdóttir, 11.3.2009 kl. 20:47

Lokað er á athugasemdir.