Berum kallinn út ef annað dugar ekki


Þessi maður
 er búinn að segja allt sem segja þarf um það hversvegna bankastjórar Seðlabankans eiga að fara.

Ég vil bæta því við að embættismaður sem segist hafa upplýsingar um það hversvegna hryðjuverkalögum var beitt gegn Landsbankanum, og gefur þar með í skyn að það mál sé eitthvað flóknara en vitað er, en neitar að upplýsa þjóðina um það, á ekki að vera deginum lengur við völd. Stærstu, og kannski öll, vandamál Íslendinga í dag stafa af því að almenningur fékk ekki upplýsingar sem hann átti siðferðilegan rétt á. Þessu leynimakki varðandi alla hluti verður að linna.

Og já, enn og aftur, er búið að upplýsa um alla skilmála IMF?

mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum

One thought on “Berum kallinn út ef annað dugar ekki

  1. —————————————————-

    Hver helduru að taki mark á þínum skoðunum?

    sunna (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 23:35

    —   —   —

    Þetta er ekki búið : until the fat man leaves the building.

    hilmar jónsson, 9.2.2009 kl. 00:14

    —   —   —

    Á nú að fara að æsa fólk til ofbeldis aftur, Eva?

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 00:49

    —   —   —

     Ég hef ekki æst nokkurn mann til ofbeldis.

    Vonandi sér ríkisstjórnin um að láta bera Davíð Oddsson út úr Seðlabankanum svo almenningur neyðist ekki til þess að grípa til þess sjálfsvarnarbragðs. Eins og málum er komið er útilokað að líta á það sem annað en sjálfsvörn að hindra Davíð og Eirík í því að ráðstafa erlendum lánum.

    Eva Hauksdóttir, 9.2.2009 kl. 01:04

    —   —   —

    Hvers vegna í ósköpunum er lögreglan ekki fenginn á staðinn til að bera mennina út.  Það er nokkuð ljóst að þeir munu hér eftir vera þarna í óleifi sem hverjir aðrir innbrotsþjófar.

    Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 08:55

    —   —   —

    Óleyfi?? Ég held þú verðir að kynna þér staðreyndir aðeins betur Magnús.

    Davíð vildi breyta lögum um ráðningarsamninga háttsettra opinberra starfsmanna í forsætisráðherratíð sinni. Honum fannst ótækt að þessar toppfígúrur væru nánast ósnertanlegar, nema þær gerðust brotlegar í starfi. Ögmundur Jónasson barðist hatrammri baráttu gegn þessum áformum Davíðs.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 13:16

    —   —   —

    Jú hann situr þarna í óleyfi 90% þjóðarinnar. Ef Davíð er sjálfum sér samkvæmur hlýtur hann nú að breyta samkvæmt sínum eigin tillögum um ráðningarsamaninga opinberra starfsmanna. NEI, heyrðu hann þarf það ekkert, það er nefnilega verið að leggja stöðuna hans niður svo hann á ekkert rétt á að sitja lengur eða fá meira en 12 mánaða biðlaun. Í handónýtum krónum.

    Eva Hauksdóttir, 9.2.2009 kl. 13:26

    —   —   —

    Seta Davíðs er varin af lögum. Verða lög ógild vegna niðurstöðu skoðanakannanna sem tekin eru þegar múgæsing ræður ríkjum?

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 13:43

    —   —   —

    Gunnar! Ég vil benda þér á að núverandi lög um Seðlabanka Íslands eru smíði Davíðs Oddsonar og/eða ríkisstjórnar hans og frumvarpið var borið fram af honum og keyrt i gegn af þáverandi meirihluta.

    Það að Ögmundur standi vörð um réttindi opinberra starfsmanna kemur þessu ekkert við. Davíð sneið þessi lög fyrir sjálfan sig og lét skipa sig seðlabankastjóra er þátttöku hans í pólítík lauk.

    Svo einfalt er það.

    Gústaf Gústafsson (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 13:49

    —   —   —

    Það er engin múgæsing í gangi. Flestum finnst bara eðlilegt að þeir sem hafa klúðrað afkomumöguleikum þjóðarinnar til frambúðar, láti af völdum. Fyrst hann vill það ekki þarf náttúrulega að setja lög á hann og það er einmitt það sem verið er að gera. Nú er um að gera að þrýsta á að þau lög nái fram að ganga sem fyrst, t.d. með því að hindra bankastjóra Seðlabankans í að komast inn í bygginguna og trufla störf þeirra og hugarró.

    Eva Hauksdóttir, 9.2.2009 kl. 13:51

    —   —   —

    Ahverju ekki að bíða niðurstöðu rannsókanrnefndarinnar um aðdraganda bankahrunsins? Afhverju að taka af lífi holdgerfing pólitískra andstæðinga vinstrimanna áður en sú niðurstaða fæst, í síðasta lagi í nóvember n.k.? Eruð þið hrædd við niðurstöðu nefndarinnar?

    Hvað haldið þið að breytist á næstu mánuðum í Seðlabankanum, við það að Davíð hverfi á braut? Ég get sagt ykkur það… ekki neitt.

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 15:23

    —   —   —

    Og afkomumöguleikar þjóðarinnar haf EKKI klúðrast tl frambúðar Eva. Þetta er þunglyndistal og hægt að fá pillur við því. Góð hreyfing í vetrarloftinu er líka ágætis meðal. Þessi mótmælastaða og pottaglamm er ekkert að gera fyrir þig 

    Gunnar Th. Gunnarsson, 9.2.2009 kl. 15:28

    —   —   —

    Ég er ekkert þunglynd Gunnar. Mig bara svíður í réttlætiskenndina. Þú virðist hinsvegar vera í afneitun en ég er hrædd um að fáist engar pillur við því.

    Það sem vonandi breytist með brottför Davíðs er að við fáum möguleika á að endurheimta traust umheims sem finnst við í skársta falli hlægileg á meðan lukkutröll í frekjukasti stjórnar Seðlabanka landsins.

    Eva Hauksdóttir, 9.2.2009 kl. 16:44

    —   —   —

    Hinir og þessir hafa lagt til að gjaldeyrisvarasjóður Bleðlabankans væri aukin undanfarin ár. Og mig minnir að þingheimur væri síðustu ár orðin verulega þreyttur á „tuðinu“ í Steingrími J. Sigfússyni um að auka þyrfti gjaldeyrisvarasjóðinn.

    corvus corax, 9.2.2009 kl. 18:05

    —   —   —

    Gerir einhver sér grein fyrir hvernig þetta fall byrjaði í október, hver í raun blés á spilaborgina?

    Það var Seðlabanki Evrópu með því að strax eftir að hann lánaði okkur 600 milljónir evra í gjaldeyri þá innkallaði hann skuldir viðskiptabankana uppá að minnstakosti tvöfalda þá upphæð og kom okkur á þann stað sem við erum á núna. Ekki það að hér hafi allt verið í besta lagi en það var kannski hægt að ná mýkri lendingu.

    Hér er verið að tala um að slá skjaldborg um fólkið, en það verður ekki gert ef menn ætla að hugsa eftir gömlu línunum með að heiðra allar þær skuldir sem bankarnir áttu erlendis enda rétt að benda á að mikið af þeim peningum sem þeir vorum með að láni voru bólupeningar sem í raun voru ekki til og þess vegna ekki rétt að borga þá.

    Einar Þór Strand, 9.2.2009 kl. 18:21

Lokað er á athugasemdir.