Bein aðgerð

Þetta er dæmi um beina aðgerð.

Hér eru á ferð ungir menn sem bíða ekki eftir því að ríkisvaldið leiðrétti reglu sem þjónar engum tilgangi og býður upp á persónunjósnir, heldur grípa sjálfir til aðgerða sem valda andstæðingum þeirra óþægindum. Mér finnst það gott hjá þeim.

One thought on “Bein aðgerð

  1. ————————————-

    ætli skyrdollurnar og spreybrúsarnir séu langt undan?

    Posted by: Halli | 31.07.2007 | 16:14:58

    ——————————————————–

    Þó persónulega myndi ég ekki láta mér detta í hug að fara til að skoða hvað aðrir fá í laun er ég sammála því að hafa þetta opinbert og er andvíg launaleynd, enda margsýnt fram á að launaleyndin kemur helst niður á konum.
    Hins vegar finnst mér það ágætt að sjá „jakkalakkana“ standa í „öfgafullum“ beinum aðgerðum, og vona að þeir beri virðingu fyrir „kommalýðnum“ sem stendur í aðgerðum gegn stóriðjustefnunni.

    Posted by: Kristín | 1.08.2007 | 11:29:34

    ——————————————————–

    Æ, villa í þessu hjá mér, réttara er: Enda hefur margoft verið sýnt fram á að…

    Posted by: Kristín | 1.08.2007 | 11:31:01

    ——————————————————–

    Ég er andvíg því að fyrirtæki komist upp með að banna starfsfólki sínu að ræða laun og önnur kjör sín á milli. Að skattstjóri láti álagningarseðla liggja frammi er allt annað mál.

    Ég kæri mig ekkert um að nágrannar mínir eða ættingjar geti nálgast upplýsingar um mín fjármál án míns samþykkis.

    Ef þú ætlar að koma upp um launamismunun hjá fyrirtæki þarftu að hafa launaseðla. Ef karlinn sem vinnur við hliðina á þér er með miklu hærri skatt en þú gæti það skýrst af aukavinnu hjá öðru fyrirtæki eða fjármagnstekjum svo það er ekki hægt að hanka fyrirtæki á álagningu skattstjóra.

    Ég veit dæmi þess að upplýsingar úr álagningarskrám hafi verið notaðar sem vopn í umgengnisdeilum og finnst bara almennt eðlilegt að líta á fjármál sem einkamál.

    Posted by: Eva | 1.08.2007 | 12:41:12

    ——————————————————–

    Já, kannski er rangt að rugla þessu saman við launaleynd hjá fyrirtækjum.
    Ég hef líklega mjög takmarkaða skoðun á þessu með skattinn þar sem ég myndi sjálf aldrei fara til að skoða enda finnst mér þessi eilífa eilífa samræða um peninga á Íslandi frekar þreytandi. Magnað hvað fólk hugsar mikið um þetta.

    Posted by: Kristín | 3.08.2007 | 12:10:37

Lokað er á athugasemdir.