Baráttumál Vantrúar

Enn eitt dæmið um fullkomið skilningsleysi á baráttumálum vantrúar. Vantrúarmenn eru ekki í baráttu fyrir rétti sínum til að trúa ekki á Gvuð, heldur því að fá að vera í friði fyrir trúboði. Þeir berjast gegn því að hið opinbera, menntakerfið og fjölmiðlar haldi á lofti, styrki og styðji hugmyndir sem standast enga vísindalega skoðun. Það má vissulega deila um hversu smekklegt orðfar þeirra er en mikið er ergilegt að sjá fólk sem ætti að fatta þetta, beina stöðugt athyglinni að einhverjum vafasömum ummælum fremur en málstaðnum sjálfum.