Bara ekki rétta leiðin

Það er svosem rétt að þúsundir manna hafa dáið vegna utanrísisstefnu Georgs en að kasta skó í hann eru náttúrulega bara skrílslæti.

Við verðum að gera greinarmun á forsetanum Bush sem var bara að vinna vinnuna sína þegar hann lét drepa mann og annan, og manninum Bush, sem hefur ekkert af sér gert.

Það er kannski skiljanlegt að maðurinn sé reiður vegna allra þessarra dauðsfalla og hörmunga en hann verður að skilja að þetta er bara ekki rétta leiðin til að mótmæla. Auk þess skemmir svona skrílsháttur málstaðinn fyrir friðsömu mótmælendunum sem eru búnir að halda ræður og bera skilti allt frá upphafi Íraksstríðsins. Nú er öll þeirra vinna unnin fyrir gýg, vegna þessa ofbeldismanns.

mbl.is Skómaðurinn í haldi

One thought on “Bara ekki rétta leiðin

  1. ————————————————————————

    Ég ætla að leyfa mér að halda að þetta sé kaldhæðni hjá þér.

    Það kemur skýrt fram þarna að sýna einhverjum skósóla eða þess þá heldur kasta skó í einhvern er einhver mesta vanvirðing sem hægt er að sýna nokkrum manni í arabalöndunum.  Þessi maður var ss að sýna honum vanvirðingu að hætti heimabúa.

    Þú hinsvegar titlar þig sem norn og ferð fyrir hópi furðurfugla og apakatta sem hafa ekkert betra við tímann að gera en að vera með akkúrat skrílslæti og kjánaskap.

    En þar sem þetta var sennilega haldhæðni þá skaltu bara ekkert vera taka mark á þesusm pósti 😉

    Kv

    Stebbi

    Stebbi (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 11:43

    ————————————————————————

    Þetta var skarplega ályktað hjá manni sem virðist þekkja til minna eigin skrílsláta.

    Eva Hauksdóttir, 15.12.2008 kl. 13:04

    ————————————————————————

    Well played 😉

    -Jóna.

    kiza, 15.12.2008 kl. 16:35

    ————————————————————————

    Stebbi stóð á ströndu, var að……….kasta skó og skórinn um loftið fló en aftur fór svo í hann sjálfann og aumingja Stebbi dó 

    Búmmeröng eru hættuleg leikföng og ekki barna meðfæri 

    Máni Ragnar Svansson, 15.12.2008 kl. 23:24

Lokað er á athugasemdir.