Hversvegna má ekki spyrja hvað varð um líkin?

Barin Kobani 
Mynd: The Peninsula @PeninsulaQatar Twitter

Þann 1. febrúar sl. birti Twitternotandi óhugnanlegt myndband af líki 23ja ára kúrdískrar konu, Barin Kobani, sem barðist með hersveitum Kúrda í Afrín. Á myndbandinu sjást hermenn spjalla glaðlega saman og hlæja við. Líkið liggur í götunni, það vantar á það handlegg. Buxurnar hafa verið dregnar niður um stúlkuna svo kynfærin blasa við. Treyjan dregin upp. Samt sjáum við ekki brjóst því bæði brjóstin hafa verið skorin af henni og bútur hefur einnig verið skorinn úr kviði hennar. Hermaður sést traðka á líkinu. Það eru væntanlega FSA liðar sem sjást á myndskeiðinu en þeir voru ásamt liðsmönnum islamska ríkisins á svæðinu í umboði Tyrkja, sem bera ábyrgð á innrásinni og þeim stríðsglæpum sem framdir hafa verið í tengslum við hana. Halda áfram að lesa

Yfirlýsing Íslands vegna árásanna á Sýrland er fundin!

Vera má að hernaðarbandlög séu nauðsynlegt (en ekki nægjanlegt) skilyrði þess að fyrirbyggja átök og stöðva grimmdarverk. Nú skulum við gefa okkur það í smástund og sömuleiðis að aðild Íslands að NATO eigi rétt á sér. Margt bendir til þess að ógnarstjórn Assads Sýrlandsforseta hafi, með fulltingi Rússa, beitt efnavopnum í Douma nú á dögunum. Slíkt á aldrei að líðast en þar sem Öryggsráð Sameinuðu þjóðanna þjónar ekki heimsfriði heldur hagsmunum fimm stórvelda er ekki hægt að ná samstöðu um refsiaðgerðir eða nokkrar þær aðgerðir sem gætu dregið úr hættunni á eiturefnahernaði. Og þegar alþjóðastofanir bregðast kann að vera réttlætanlegt að fara fram hjá alþjóðalögum. Lög á aldrei að setja ofar mannúðarsjónarmiðum. Halda áfram að lesa