Enn eitt hryðjuverkið

Þetta með frjálsa og opna samfélagið: Kannski væri vert að velta því fyrir sér hvort það skipti einhverju máli í þessu sambandi hvort flóttamenn eiga kost á að lifa í „frjálsu og opnu samfélagi“. Neinei, ég er ekki að réttlæta voðaverk en glæpir eru að nokkru leyti afleiðing af hræðilegum aðstæðum og það er hægt að draga úr hættunni með því að gera fleira fólki fært að njóta frelsis. Það er hinsvegar ekki hægt með því að loka landamærum.

Umræður

Í rauninni ekki …

Ástandið er semsagt ekki mjög slæmt þegar þarf að vista sjúklinga á göngum og í geymslum. Hvenær er það þá mjög slæmt? Þegar þarf að vista þá í bílageymslum og á klósettum? Þegar þarf að vista þá í kæli mötuneytisins? Verður ástandið á Lansanum kannski aldrei mjög slæmt?

Reyndar hefur mannvitsbrekka nokkur útskýrt að þetta sé bara leiksýning. Starfsmenn Landspítalans og sjúklingar eru með í samsærinu. Hvaða sjúkrahús „á svæðinu“ hafa annars svona góðar aðstæður til að taka við fleiri sjúklingum og af hverju hefur maður ekkert heyrt um það fyrr? Eru þau með í samsærinu líka?

Sósan

Hvar nema á Íslandi getur maður keypt ost sem hefur þann eiginleika að ef maður setur bita af honum í sósuna, verður potturinn eins og maður hafi brætt í honum uppþvottahanska?

Ég lendi bara ekkert í þessu í Glasgow, hvort sem ég er með mikinn eða lítinn hita.