Stjórnmálakonur stíga fram

Stjórnmálakonur krefjast þess að allir karlar taki ábyrgð á kynferðisofbeldi og áreitni. Mannkynið skiptist semsagt í tvo hópa; konur, sem eiga undir öllum kringumstæðum ægilega bágt, og karla, sem bera ábyrgð á öllum þessum bágindum kvenna. Ætli það þætti viðeigandi að karlar krefðust þess að allar konur tækju ábyrgð á umgengnistálmunum? Ekki fylgir kröfunni nein lýsing á því hvernig þeir eigi að taka ábyrgð en hinsvegar fylgja nokkrar reynslusögur af slíku „ofbeldi“. Halda áfram að lesa

#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega

Ég var þriggja ára, datt og meiddi mig smávegis og fékk samúð út á það. Fimm mínútum síðar var ég enn hljóðandi, ekki af því að neitt væri að, heldur af því að ég vildi meiri athygli og stærri plástur. Á endanum sagði móðir mín „hættu nú þessu væli stelpa og farðu að leika þér.“

#Konur Þurfa Bara Að Væla Daglega – til þess að komast upp með að gangast uppi í hlutverki hins eilífa fórnarlambs. Halda áfram að lesa

Konan sem gerði eitthvað í því

Þann 7. nóvember 2013, fyrir réttum fjórum árum, birti ég þennan pistil.  Sama dag var Kvennablaðið gert almenningi aðgengilegt.

Kvennablaðið er auðvitað ekki ljósvakamiðill en ég held nú samt að sé óhætt að fullyrða að enginn Íslendingur hafi lagt jafn mikið af mörkum til þess að jafna kynjahallann í fjölmiðlum og Steinunn Ólína gerði með endurreisn Kvennablaðsins. Ja nema ef skyldi vera hún Bríet, langamma hennar sem gaf út fyrsta fjölmiðilinn sem tileinkaður var íslenskum konum; Kvennablaðið.  Halda áfram að lesa

Vandamálið er ekki kynjamismunun

Nú er komið í ljós að jafnlaunavottun hefur engin áhrif. Ja, nema kannski þau að útvega nokkrum flokksgæðingum vel launuð verkefni sem skila samfélaginu engu en sjúga peninga úr sameiginlegum sjóðum. Það er nefnilega ekki kynjamismunun sem veldur ójafnri stöðu kynjanna, nema hugsanlega að örlitlu leyti. Og ég er ekki að afsaka þann hugsanlega mun heldur að benda á að vandinn liggur annarsstaðar. Halda áfram að lesa