Alþjóðadómstóll telur Erdoğan ábyrgan fyrir stríðsglæpum


Í gær komst alþjóðadómstóll í málefnum Tyrkja og Kúrda að þeirri niðurstöðu að Erdoğan, þjóhöfðingi Tyrkja, bæri beina ábyrgð á stríðsglæpum tyrkneska ríkisins gagnvart Kúrdum á undangengum árum. Dómurinn mælir meðal annars með því „neyðarástandi“ verði aflétt en í skjóli þess hafa Tyrkir áskilið sér rétt til að sniðganga ýmis ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Réttarríkið verði endurreist í Tyrklandi, blaðamönnum og fræðimönnum sleppt úr haldi og fjölmiðlafrelsi endurvakið. Ennfremur að Tyrkir kalli herdeildir sínar frá Afrín og að stríðsglæpir verði rannsakaðir í Tyrklandi og sekum refsað fyrir stríðsglæpi. Halda áfram að lesa

Aðgerðaröðin í Kúst og fæjó

Þetta með kúst og fæjó – textahöfundur virðist ekki hafa mikið verksvit. Maður sópar vitanlega áður en maður setur tertuna á borðið. Það er ekki gaman að vera með kústinn á fullu þegar gestirnir koma en það er allt í lagi að setja veitingarnar á borðið þegar allir eru komnir og reyndar setur maður ekki aðrar veitingar á borðið en drykki og hugsanlega einhvern lystauka áður en gestirnir koma nema maður sé með stórveislu. Svo er maður ekki að þrífa þegar er korter í gestina og maður á enn eftir að marinera öndina. Og ætlar hún að hafa tertuna á undan öndinni eða á tertan að standa á borðinu og draga í sig lyktina af kjöti og sósu?

Þetta er grátlegt dæmi um skipulagsleysi og ég yrði ekki hissa þótt kæmi á daginn að hún hefði klætt sig í sparigallann áður en hún þreif og komið til dyra stífmáluð og ilmandi með fægiskúffuna í annarri hendi og úlnda tusku í hinni.

Aðgerðaröðin í þessum saumaklúbbsundirbúningi hefði vitanlega átt að vera þessi: Halda áfram að lesa

Ílát

Ég tala um há ílát með loki sem bauka, sérstaklega ef þau eru úr málmi. Baukur sem er hlutfallslega mjög hár er staukur, einkum ef gert er ráð fyrir að maður noti hann til að strá eða hella innihaldinu úr. Málmílát sem ekki er hægt að loka aftur og lægri bauka kalla ég dósir og þau sem eru meiri á vídd en hæð heita box. Það er líka hægt að tala um platbox og pappabox en ef það er ekki tilgreint nánar er box úr málmi. Stór málmílát heita dunkar. Halda áfram að lesa

Hvaðan kemur þessi sýra?

Í nótt var ég í eldhúsinu að djúpsteikja rækjur (sem ég geri aldrei) af því að stöðugleikastjórnin var að koma í mat. Ég hafði boðið öllu liðinu í mat til að kynna þeim splunkunýja stjórnarskrártillögu sem engill drottins hafði fært mér á gulltöflum. Ég gerði mér grein fyrir því að það kynni að þykja ótrúverðugt og var eitthvað að velta því fyrir mér hvort yrði kannski bara trúverðugra að eigna sjálfri mér krógann. Í draumnum hafði ég samt engar áhyggjur af því að sú staðreynd að ég var í kafarabúningi, með froskalöppum og súrefniskút, kynni að hafa áhrif á trúverðugleika minn.