Auðvitað er Guð til

Auðvitað er Guð til. Fólk hefur reynslu af honum og við getum ekkert hafnað þeirri reynslu. Hvort sú reynsla samræmist raunveruleikanum er svo annað mál.

Ég held að það sem skiptir mestu máli um það hvort fólk verður trúað eða ekki sé það hvort Guð lendir í „raunverulega flokknum“ eða „ævintýraflokknum“ á þeim árum sem börn eru að læra muninn á skáldskap og veruleika. En það ekki ekki vafamál að rétt eins og aðrar ævintýraverur er Guð vissulega til – í höfðum þeirra sem á hann trúa.