Áramóta

2016 bráðum búið. Hvað sjálfa mig varðar var það viðburðarsnautt í jákvæðri merkingu. Enginn sem stendur mér nærri dó (og ég ætla rétt að vona að þessi eini og hálfi dagur sem eftir er breyti ekki þeirri daumastöðu) ferðalög voru tóm sæla og afslöppun með engu frásagnarverðu, maðurinn minn hélt áfram að vera góður við mig, lögfræðin er ennþá skemmtileg og og Leitin að svarta víkingnum kom loksins út og seldist upp fyrir jól.

Ef ekkert óvænt verður til þess að breyta þeim áformum mínum, ætla ég að hefja árið 2017 á löngu og farsælu fríi frá fésinu. Er semsagt hvorki að plana hryðjuverk né sjálfsmorð þótt ég setji prófílinn í geymslu einhvern næstu daga. Skemmtið ykkur nú sem mest þið megið um áramótin og æ síðar. Glimmer, hjörtu og flugeldar og allt það.