Allt meinhægt

Sumarið hefur verið ósköp ágætt. Ekkert stórkostlega spennandi að gerast en heldur ekki undan neinu að kvarta. Vorum í Hrísey í 3 vikur og mér tókst að móðga Hríseyjarvini, án þess að leggja nokkuð sérstakt á mig til þess.

Mér tókst að verða fimmtug í kyrrþey eða því sem næst og útskrift var fagnað heima með kampavíni og pasta.

Fórum í tvö brúðkaup í júlí og krakkarnir hans Einars komu til landins ásamt mökum.

Ég passaði Kvennablaðið fyrir Steinu í júní og júlí og er núna komin með nokkur smáverkefni fyrir lögmannsstofu. Það er gaman.

Ég er ekki enn búin að gera upp við mig hvað ég ætla að gera í vetur og er í lúxuskrísu vegna þess. FInn hreinlega ekki til neinnar löngunar til að halda náminu áfram. Ég verð að fara að ákveða það. Langar eiginlega meira að skrifa en get ekki látið eftir mér að skrifa það sem mig langar. Myndi móðga einhvern og svoleiðis gerir maður nú ekki.

Mig langar að endurvekja bloggið. Ég veit ekki um marga sem halda úti eigin bloggi, flestir eru tengdir stórum vefmiðlum enda eru einstaklingsvefir svo til ósýnilegir. Blogggáttin gagnast lítið þar sem flest veftímaritin eru á henni og einstaklingsblogg geta ekkert keppt til fjölmiðla. Ég veit að það er algerlega vonlaust að ætla að endurvekja bloggið nema þá að leggja rosalega vinnu í það. Kannski prófa ég það.