Alhæft um karla

Af hverju er alltaf talað um að „karlar“ eigi allar eignirnar, vinni minna en konur, stjórni stórfyrirtækjum og stríðsrekstri, nauðgi og meiði, þegar staðreyndin er sú að langflestir karlar ráða andskotans engu, vinna af sér rassgatið til að tryggja konum sínum og börnum efnahagslegt öryggi, eru skikkaðir til herþjónustu og sjá nauðganir og barsmíðar sem nákvæmlega það ofbeldi sem þær eru?

Hvernig stendur á því að sama fólk og það sem aldrei nefnir valdatogstreitu kynjanna, án þess að kvarta yfir því alhæfingum um feminista, sér ekkert athugvert við að alhæfa um karlmenn?

Æ og klámið enn og aftur, hversu oft skoðuðu drengir klám árið 1978? Er eitthvað sem bendir beinlínis til þess að hlutfall kláms í menningarneyslu unglinga hafi aukist? Og er eitthvað sem bendir til þess að klámneytendur séu meiri ofbeldismenn eða á annan hátt verri manneskjur en púritanar?