Af lífshættu lögreglumanna

Screenshot (143)Ég held að ógeð mitt á barlómi lögreglumanna sé að ná hámarki.

Áttaði fólk sig almennt á bakgrunninum á þessari ömurlegu auglýsingu? Ég sá þetta ekki fyrr en mér var bent á það:

Rauður bakgrunnur og dauf mynd af lögreglunni að „verja“ valdastofnun gegn hinum bandóðu kommúnistum. Svo dauf er myndin að maður þarf að rýna í hana til að átta sig. Þetta er það sem kallast „subliminal“ skilaboð, myndinni er ætlað að hafa tilfinningaleg áhrif án þess að við áttum okkur á því; hér eru píslarvottarnir sem verja hið „náttúrulega“ vald (þ.e. stjórn Sjálfstæðisflokkins og alræði auðmanna) gegn ofbeldisfulla vinstra pakkinu.

Enn eitt fórnarlambsrunkið í DV í dag. Fyrirsögnin er „Leggja líf sitt að veði á hverri vakt“ hvorki meira né minna. Á næstu opnu tjáir sig eiginkona lögreglumanns. Fjölskyldan hefur búið við hótanir og þurft að flýja heimili sitt, frúin hefur af göfuglyndi sínu haldið þetta út og boðið börnunum sínum upp á það líka.

Þessi kona er ekki fórnarlamb póltískra ofsókna. Maðurinn hennar ÁKVAÐ að vinna starf sem á víst að vera svona ægilega hættulegt. Enginn bað hann um það, sennilega bara hugsjón hans að spranga um með gas og kylfu og það virðist víst ekkert mál að bæta fyrir allar þessar hrellingar með hærri launum. Enn einn runkarinn kemur svo dásamlega upp um sig í útvarpinu í dag, finnst allt í lagi með eggjakast svo fremi sem vinstri maður verður fyrir því.

Aumingja lamda löggan, líklega búin að týna kylfunni sinni og gasbrúsanum. Og svo þurfa þeir að halda í hendur deyjandi barna. Aldrei hef ég heyrt lækna, hjúkrunarfólk eða sjúkraflutningamenn nota svo lúaleg brögð í kjarabaráttu að höfða til meðaumkunar almennings á þennan hátt.

Sýnið mér gögn sem styðja þá kenningu að lögreglumenn séu í stöðugri lífshættu. Sýnið mér fram á að þeir verði oftar fyrir líkamstjóni en annað fólk sem vinnur áhættusöm störf. Í augnablikinu man ég eftir þó nokkuð mörgum vinnuslysum, bæði stórfelldu líkamstjóni og dauðaslysum á sjómönnum, starfsmönnum við virkjanir, rafmagnsvinnu og ýmsa vélavinnu. Sýnið mér fram á að lögregluþjónar séu í meiri hættu en atvinnubílstjórar og að andlegt álag á þá sé meira en á starfsfólk geðdeilda, barnaverndarnefnda og kvennaathvarfa og þá skal ég hlusta á ykkur grenja.

Og sýnið þá kurteisi að telja fram fríðindi þegar þið grenjið yfir lélegum launum. Takið fram að þið fáið frítt fæði, að þið eru sótt í vinnuna, að þið þurfið ekkert að borga fyrir líkamsrækt og heilsugæslu. Takið líka fram að þið þurfið nánast aldrei að taka ábyrgð á afglöpum ykkar, að það er undantekning ef máli á hendur lögreglunni er ekki vísað frá dómi.

Eftir sem áður mun ég taka vel á móti þeim lögreglumönnum sem vilja fá hjálp til að hætta. Hingað til hefur ekki einn einasti gefið sig fram. Þeir vilja nefnilega ekkert hætta. Þeir vilja bara, eins og allir aðrir, fá hærri laun. Þeir ganga hinsvegar öllum öðrum stéttum lengra í því að útmála sjálfa sig sem píslarhetjur, annað eins væl hefur hvorki fyrr sé síðar heyrst á Íslandi, hjá nokkurri stétt.