Af hverju rífa þeir ekki húsið?

Þegar lögreglan var send á Vatnsstíginn til að binda endi á pólitíska hústöku, þá hreinlega rifu þeir húsið utan af fólkinu. Væri ekki rökrétt að gera það líka núna? Eða getur verið að lögreglan hafi meðvitað gengið erinda húseiganda við Vatnsstíginn fremur en að það hafi verið nauðsynlegt að eyðileggja húsið?

mbl.is Kallað eftir liðsauka

One thought on “Af hverju rífa þeir ekki húsið?

  1. —————————————————–

    Góð athugasemd Eva, ég skildi aldrei hvað þeim gekk til að bera fólkið út og brjóta allt og bramla.

    Varst þú á Austurvelli í gær eða var þetta eins og landráðmennirnir segja aðeins SUS fólk á vellinum?

    Ragnar Borgþórs, 9.6.2009 kl. 09:23

    —————————————————–

    Ég var Á Suður Jótlandi í gær og er þar ennþá.

    Eva Hauksdóttir, 9.6.2009 kl. 09:29

    —————————————————–

    Hinsvegar þekki ég marga sem myndu frekar éta lifrina úr sér en að láta bendla sig við SUS sem voru á Austurvelli.

    Eva Hauksdóttir, 9.6.2009 kl. 09:30

    —————————————————–

    Það er nú ekki sjálfgefið að þetta hafi verið SUS menn.  Góður félagi minn sagðist meðal annars hafa séð Björk Guðmunds og fleiri lýðræðissinna á staðnum.

    Það að vilja stoppa af þessa ICESAVE samninga er þverpólitískt mál er það ekki ?

    Ragnar Borgþórs, 9.6.2009 kl. 09:37

    —————————————————–

    Ég held að það hafi fyrst og fremst verið vinstrimenn á Austurvelli (ég þar með talinn).

    Héðinn Björnsson, 9.6.2009 kl. 10:20

    —————————————————–

    Held þetta hafi aðalega verið susssss fólk Ragnar..

    hilmar jónsson, 9.6.2009 kl. 11:33

Lokað er á athugasemdir.