Ætti að leggja niður ávörp í þingsal?

Finnst þér að þingmenn eigi að ráða því sjálfir hvort þeir nota ávörpin háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra, þegar þeir tala úr ræðustól?

Ef þeir mega ráða því sjálfir, finnst þér þá að megi samt skikka þá til að nota aðra tiltla, svosem herra og frú?

Hvort er hallærislegra að segja háttvirtur þingmaður eða herra Jón Þór, þegar maður ávarpar Jón Þór Ólafsson?

Tjásur:

Guðný Björk Ármannsdóttir Þetta er jafn úrelt og kóngafólk

Helgi Heiðar Stefánsson Held að það sé tímaspursmál hvenær titlatogið verður lagt niður.

Gunnar Theodór Gunnarsson Nei, ég er íhaldssamur og vill halda í hefðina

Jörundur Þórðarson Það er rík þörf á þessu. Með þessu móti komast menn ekki hjá því að nota háttvísi jafnvel þótt mönnum geti orðið heitt í hamsi. T.d. var orðið býsna vandræðalegt ástandið í Kópavogi þegar sterkar skeytasendingar gengu á milli tveggja bæjarfulltrúa þar. Úrbætur urðu þegar þeir tóku upp ámóta ávörp, þar var farið eftir tillögum nefndar sem sett var á laggirnar af þessu tilefni.

Norn.is Af hverju ættu íslenskir þingmenn frekar að þurfa agareglu af þessu tagi en þingmenn í öðrum löndum?

Jörundur Þórðarson Ertu viss um að þessi regla eða svipuð sé ekki í öðrum löndum?

Jörundur Þórðarson Hér er dæmi í Kanada. Fyrst er þingmaðurinn kynntur. Þingmaðurinn byrjar alltaf á því að ávarpa forseta þingsins (Speaker) https://www.youtube.com/watch?v=8Awp5HmgvdU

Norn.is Bretar halda ennþá í þetta háttvirta rugl. Í Svíþjóð er bara þingforsetinn ávarpaður hr. eða frú. Danir nota herra og frú sem ávörp í þinginu. Ætli samskipti séu ókurteislegri en samskipi íslenskra og breskra þingmanna? Hvað ertu að reyna að segja með þessu myndbandi?

Jörundur Þórðarson Bara. Við erum ekki ein með svona reglur. Bretar, Kanada, Nýja-Sjáland og mörg önnur ríki. Líka að það kostar ekkert að viðhalda góðum hefðum. Nú ef menn fara hjá sér við að sinna svona þá býst ég við að þingmenn guggni og breyti þessu því að þeir verða að vera kúl.