Á ekkert að spyrja Þvaglegg sýslumann?

Af hverju er enn enginn íslenskur blaðamaður búinn að gefa almenningi upplýsingar um það hverju hinn landsþekkti lögregluafglapi Þvagleggur sýslumaður svaraði þegar þeir spurðu hversvegna ekki hefði verið lýst eftir árásamönnunum fyrr en tæpum mánuði eftir atvikið? Gleymdu þeir nokkuð að spyrja?

Hvernig gengur annars rannsókn þessa máls? Ætlar einhver blaðamaður að spyrjast fyrir um það.

One thought on “Á ekkert að spyrja Þvaglegg sýslumann?

  1. ——————————————-

    ef þjóðfélagið er svo rotið að ekki er hægt að losna við Þvaglegg sýslumann, Halla Jó, Pál Magnússon 1 & 2 er þá blóðug bylting svarið

    Posted by: Tryggvi | 8.10.2011 | 20:23:42

    ——————————————-

    Nú er ég ósammála Tryggvi. Það þarf ekkert blóð til að gera byltingu. Það eina sem þarf að gerast er að nógu margir hætti að borga bönkum og ríki og kaupi ekki annað en brýnar nauðsynjar. Ef fólk er ekki tilbúið til þess þá er það hvort sem er ekki tilbúið í átök.

    Posted by: Eva | 9.10.2011 | 1:24:34

    ——————————————-

    Mér leiðist annars þegar maður er látinn borga átomatískt t.d. skatt svo maður gæti ekki hafnað því af siðferðisástæðum ef eitthvað þar stríddi gegn grundvallargildum manns. Henry David Thoreau fór í fangelsi fyrir að greiða ekki nefskatt, þar sem hann vissi að skattpeningurinn hans gæti farið í stríðsrekstur sem Bandaríkin stóðu þá í. Það val er ekki fyrir hendi í kerfinu í dag, peningurinn er einfaldlega hirtur af þér.

    Posted by: Einar Steinn | 9.10.2011 | 22:21:50

Lokað er á athugasemdir.