Annars hefði hann dáið

Á kvöldin sit ég við glugga piparkökuhússins og horfi á tunglið yfir fjallinu. Stundum er það hvítt og kringlótt, hangir kyrrt í dimmbláu húminu og skín á litla hvíta steina sem börn hafa skilið eftir á skógarstígnum. Stundum veður það í grásvörtum draugaskýjum. Oftast er það sigð. Sigðin sem sker gluggatjöldin frá himnaríki. Halda áfram að lesa

Drekahreiðrið

Það er drekahreiður á svölunum mínum. Auðvitað eru það ekki alvöru drekar. Ég þyrfti að búa í risastórri höll til þess að alvöru dreki kæmist þar fyrir og ég bý bara í venjulegri blokk í Kópavoginum. Mínir drekar eru ofursmáir, bara á stærð við ketti. Samt eru þeir drekar. Það er vond fýla af þeim og þeir spúa eldi ef þeir verða hræddir eða reiðir. Halda áfram að lesa

Ljósmyndarinn

Hann stendur við gluggann og horfir á leiki krakkanna. Strákarnir á körfuboltavellinum, stelpurnar verpa eggi og hoppa í teygjutvist og snúsnú. Litlu börnin leika sér hinum megin við skólann en hér er leiksvæði unglinganna. Ár eftir ár hefur hann staðið við gluggann og fylgst með stelpunum hoppa, hlaupa og losa sand úr skónum sínum á góðvirðrisdögum. Nú eru þær orðnar stórar. Komnar með ávöl brjóst og kvenlegar mjaðmir. Fallegar stelpur, margar hverjar en Sóley ber af þeim, tvímælalaust. Hún er ekkert barn lengur, hún er tilbúin, hugsar hann. Hann tekur myndavélina og gengur út á tröppurnar. Halda áfram að lesa

Myndin af Jóni barnakennara

Dyrabjallan! Ég rýk undan sturtunni og hendist til dyra sveipuð stóru baðhandklæði. Það er amma. “Ég kom nú bara til að óska þér til hamingju elskan” segir hún, kyssir mig á kinnina og réttir lítinn kassa í gjafabréfi. Ég fylgi henni inn í stofu, ennþá með handklæðið vafið utan um mig og vatn lekandi úr hárinu.

Halda áfram að lesa

Föstudagskvöldið þegar Ingó fór í fýlu

Það er þannig með sumt fólk að það er einfaldlega fyndið. Millý var þannig. Allt sem hún sagði varð einhvernveginn fyndið og ekki nóg með það heldur fannst henni líka allt sem við hin sögðum vera fyndið. Hún hló mikið. Og svo var hún sæt líka. Allt sem hún gerði var annað hvort fyndið, sexý eða sætt. Halda áfram að lesa