Kollsteypa

Þetta er hugsað sem tölvuljóð. Þegar lesandinn sér ljóðið fyrst eru engin bandstrik í því. Þegar aðgerð er valin, skiptir tölvan einhverjum þeirra orðastrengjum sem eru með bandstriki. Valið er af handahófi hverju sinni. Ljóðið er á svörtum grunni, öll samsett orð gul, allir slitnir orðastrengir rauðir, öll hin orðin græn. Bandstrikin eru svört og sjást því ekki. Halda áfram að lesa

Af því

Af því að augu þín minna í einlægni,
hvorki á súkkulaðikex
né lokið á Neskaffikrukkunni,
þótt hvorttveggja sé mér hjartfólgið.
Af því að fjöll munu gnæfa,
fossar dynja,
og öldur gæla við fjörugrjót
látlaust, án blygðunar
og skeyta lítt um nýja strauma.
Af því, mun ég gala þér seið
við eyglóar eldroðinn sæ
og hafdjúpan himin.